kórstjóri

Sigríður Eyþórsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1963 og hlaut cand.phil. gráðu í tónlistarfræðum við Háskólann í Álaborg 1992. Hún hefur mikinn áhuga á kórstarfi og hefur frá unga aldri sungið í mörgum kórum, bæði í Reykjavík, Álaborg og Kaupmannahöfn. Hún hefur sungið með kórum lærðra söngvara, svo sem ArsNova og Danska útvarpskórnum. Hún er virkur meðlimur í færeyska vokal hópnum MPIRI. Sigríður hefur unnið sem stjórnandi og kennari og tók við stjórn Íslenska kvennakórsins í Kaupmannahöfn árið 1999.