saga


2004-2005


Desember

Það var mikið um að vera hjá kvennakórnum í jólasöng. Það er orðið hefð að syngja með stúlknakór Frihavnskirken á "de 9 læsninger" og á aðventukvöldi íslenska safnaðarins í Skt. Pauls kirke. Jólatónleikar Norðuratlantísku kóranna voru þetta árið í Vor Frelserkirke á Christianshavn.

Það voru engvir hefðbundir jólatónleikar í ár, en við sungum á markaði Kamillu Plum á Fuglebjergsgaarden fyrir fjölda markaðsgesta.

Við gengum milli deilda á elliheimilinu á Brøndby Strand og sungum nokkur jólalög.

Apríl

Sungum með á tvennum tónleikum Kammerkórs Reykjavíkur í Frederiksbastionen og í Frihavnskirken.

Maí

Islandsferð kvennakórsins var hápunktur vetrarins. Við sungum tvenna tónleika, á Akranesi og í Seltjarnarneskirkju, auk þess að syngja á Dvalarheimilinu Grund. Við tókum þátt í kóramóti Íslenskra kvennakóra

2003-2004

Kvennakór Kaupmannahafnar varð meðlimur í MUA - Musikaftenskolen

Október

Á menningarnótt Kaupmannahafnar vorum við í menningarhúsinu Norðurbryggju. Ásamt vinum okkar í grænlensku og færeysku kórunum frömdum við gjörning í gluggum hússins.

Klæddar í okkar fínasta púss og sumar túperaðar með slöngulokka og hárið stíft af hárlakki, sungum við á galakvöldi Sameinuðuþjóðanna í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn.

Desember

Þriðja árið í röð sungum við fyrir dani í Frihavnskirken ásamt stúlknakór þeirra á "de 9 læsninger" og íslendinga á aðventukvöld íslenska safnaðarins í Skt. Pauls kirke.

Jólatónleikarnir okkar voru í Helligkors kirke voru með skandinavísku ívafi.
Jólatónleikar Norðuratlantísku kóranna voru í Helligånds kirkju.
Við sungum aftur jólalög fyrir vistmennina á elliheimilinu á Brøndby Strand.

Það var svo gaman að syngja á Strikinu í fyrra svo hópur úr kórnum klæddar lopapeysum og jólasveinahúfum tróðu upp á Strikinu og sungu fyrir innkaupsglaða dani, svía og nokkra íslendinga.

Mars

Við sungum við opnun málverkasýningar á Norðurbryggju.

Apríl

Eftir velheppnaða og þrælskemmtilega æfingarhelgi í Sejerø héldum við tónleika í kirkjunni þar fyrir fullu húsi eyjarskeggja.

Maí

Við tókum þátt í kóramóti norðuratlantíksu kóranna NAK sem voru haldinir í nýja menningarhúsnæði landanna á Norðurbryggju. Þar sungum við á sameiginlegum tónleikum kóranna svo og í Vor Frelses kirke.

Vortónleikarnir voru í þetta sinn í Lillerød kirke.

Við sungum við opnun ferðaskrifstofu á Norðurbryggju.

Júní

Við enduðum starfsárið á Norðurbryggju, húsinu sem við höfðum heimsótt svo oft á þessu starfsári. VIð sungum í þetta sinn á þjóðhátíðar dagskrá.

2002-2003


September

Heiðursfélagar Kvennakórsins sendiherra Helgi Ágústsson og Heba.
Á kveðjusamkomu Dansk-Islandsk samfund og íslenska sendiherrans.
Laxness kvöld í Jónshúsi með bókmenntaklúbbnum Thor og Kirkjukórnum.

Desember

Lúsíu hátíð í Nordisk Råd og minister.
Aðventutónleikar í Frihavnskirken með stúlknakór þeirra.
Jólatónleikar í Hellig Kors kirke.
NAK jólatónleikar í Helligåndskirken.
Fyrir vistmenn á elliheimili í Brøndby.
Jólasöngur á Strikinu.

Febrúar

Sungum fyrir kirkjugesti í messu í Skt. Pauls kirke.
Sungum fyrir ósýnilega á menningarhátíð Magma í Malmø.
Sungum með Mpiri kórnum á kaffikvöldi í Færeyingahúsinu.
Sungum Í jarðarför í Kildevældskirken.
Tókum þátt í kóramóti íslenskra kóra erlendis í London.
Sungum á bókmenntakvöldi í Jónshúsi með Thor með þemað “Íslensk skáld í Kaupmannahöfn”.
Galakvöld kórsins þar sem 5 ára afmæli var haldið með pompi og prakt.

Maí

Vortónleikar í Davidskirken fyrir fullu húsi.
Tónleikar Godthåbskirken með Fríkirkjukórnum í Hafnarfirði.

Júní

Tókum þátt í 17. júní hátíðarhöldunum á Trekroner á Amagerstrand og sungum ættjarðarlög með kirkjukórnum.

2001-2002


September

Kvennakórinn hóf 5. starfsárið snemma með því að halda æfingartónleika í Jerúsalemskirkjunni í Kaupmannahöfn. Fínpússun fyrir tónleikaferðalagið til Tékklands og Póllands.

Október

Tónleikaferð til Tékklands og Póllands 1.-6. október. Nú vorum við tilbúnar að taka Evrópu með trompi syngja fyrir meginlandið. Við héldum í óskaplega skemmtilega vikulanga rútuferð m.a. til að heimsækja tékkneskan kvennakór Pevecké sdružení ostravských ucitelek (PSOU – Kvenkennarakór Ostrava) í bænum Ostrava í norð austur Tékklandi, og halda tónleika í Krakow Póllandi. Við fengum ”nýtt” nafn og vorum kallaðar ”Ženski islansdský pevecký sbor z Kodane ”. Við héldum þrenna tónleika: í Tónlistaskólanum í Ostrava, Tékklandi, í Hat kirkju, Hat þorpinu Tékklandi og í Menningarmiðstöð Kraká, Póllandi. Við komum heim hlaðnar tékkkristal með styrkta hláturvöðva og sumar höfðu stolið hjarta Ivans. Meiriháttar upplifun.

Nóvember

Sungum Íslenska söngdagskrá á “Norrænum bókasafnsdögum” í bókasafninu í Nivå.

Desember

Jólasöngvar á aðventu fyrir Dani í Frihavns kirkju og seinna fyrir Íslendinga í Skt. Pauls kirkju.

Jólatónleikar í Helligånds kirkju, Kaupmannahöfn með Norðuratlantísku kórunum.

Hátíðarjólatónleikar okkar voru í Jónshúsi þetta árið.

Mars

Fullar austurevrópskum áhrifum eftir Tékklands og Póllandsferð héldum við okkar 6. þema kvöld í Jónshúsi með þemanu Austur Evrópa. Jóhanna Þráinsdóttir leiddi okkur inn í heim tékknesku tónskáldanna – Enn ein velheppnuð vorvaka.

Apríl

Þátttaka á bókmenntakvöldi bókmenntaklúbbsins Thor í Jónshúsi með sumarsöngvum á sumardaginn fyrsta.

Maí

Tékknesku vinkonur okkar frá Ostrava Pevecké sdružení ostravských ucitelek endurguldu heimsókn okkar 3. og 4. maí. Við “hituðum upp” á tveimur tónleikum þeirra í Hellig Kors Kirkju í Kaupmannahöfn og í Søborg Kirkju á Norður Sjálandi. Við áttum þrælskemmtilega daga saman í vorrigningum í lestum, bátum og rútum.

Við tókum þátt í Norðuratlantískri menningarhátíð í Kaupmannahöfn. Kvennakórinn opnaði listaverkasýningu og söng á opnun Menningarhátíðarinnar á Nytorv og hélt sameiginlega tónleika með hinum Norðuratlantísku kórunum.

Annasömu og skemmtilegu 5. starfsári Kvennakórs Kaupmannahafnar lauk með Vortónleikum í Davids Kirkju í Kaupmannahöfn 26 maí.

2000-2001


Október

Nýtt starfsár byrjaði að vanda með “þema kvöldi” í Jónshúsi. Í þetta sinn vorum við með Klassíska sveiflu og sveifluðum meðal annars með jazzsveit Hauks Grøndal og upplestri Böðvars Guðmundssonar rithöfunds.

Desember

Jólin sungin inn á Aðventukvöldi með íslenska söfnuðinum í Skt. Pauls kirkju, og Jólatónleikum með Norðuratlantísku kórunum – í Helligånds kirkju, Kaupmannahöfn.

Hinu árlegu jólatónleikar okkar voru haldnir í Kildevælds kirkju, Kaupmannahöfn þar sem við sungum meðal annars hluta úr jóla verki Brittens við hörpuleik Maria Boelsgaard. Við vígðum nýja búninga, brúnu skyrturnar!

Mars

Nú var komið að því að lofsyngja karlana á 5. “þema kvöldi” kvennakórsins í Jónshúsi. Hervör Jónasdóttir, sendiherrafrú og Margrét Eggertsdóttir, íslenskulektor hjálpuðu okkur með að flytja Óð til karlmannsins.

Kvennakórinn tók í fyrsta sinn þátt í Kóramóti íslenskra kóra erlendis sem var haldið í Lundi, Svíþjóð. Sumar kórkonur sungu í fyrsta sinn með blönduðum kór þegar kórarnir 6 sungu saman.

Maí

Kvennakórinn tók í fyrsta sinn þátt í Norðuratlantískri kórahátíð. Við sungum tvenna tónleika í DGI-byen í Kaupmannahöfn og í Frederiksberg Rådhus

Júní

Við lukum góðum starfsvetri með vortónleikum í Sorgenfri kirkju, Lyngby.

1999-2000


Ágúst

Nýtt starfsár og nýr stjórnandi. Sigríður Eyþórsdóttir (Sigga) tók við
kórnum við mikinn fögnuð kórkvenna þar sem við gátum haldið áfram að syngja saman.

Desember

Við sungum á aðventukvöldi í Skt. Pauls kirkju, Kaupmannahöfn og jólatónleikarnir voru haldnir í Kildevæld kirkju, Kaupmannahöfn

Mars

Við notfærðum okkur að það eru til svo mörg Maríulög og héldum okkar 3. “þema kvöld”: “konan María; guðsmóðir eða gála” í Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Margrét Eggertsdóttir lektor og Böðvar Guðmundsson rithöfundur fluttu smellin erindi um hinar andstæðu “Maríur”. Svo sló Böðvar í gegn með einsöng um “Filkkuna” frá Havanna.

Apríl

Sigga kórstjóri var komin á steypirinn og átti Kristínu í apríl. Kórinn eyddi restinni af starfsárinu í raddþjálfun og í að ná sambandi við og stjórn yfir þindinni með Pauline.

1998-1999


Október

Við byrjuðum annað starfsárið með því að halda fyrsta “þema kvöldið” okkar með þemanu: Konan – í Færeyska húsinu í Kaupmannahöfn. Katla Þórhallsdóttir leikkona (og kórmeðlimur) var með tilfinningarmikinn upplestur. Við fluttum einungis verk um og/eða eftir konur. Mjög tilfallandi.

Desember

Sungum á aðventukvöldi íslenska safnaðarins í Skt. Pauls kirkju, Kaupmannahöfn og síðan aftur á jólasamkomu í Jónshúsi.

Fyrsta samvinna okkar við “Norðuratlantísku kórana” sem eru grænlenskir, færeyskir og íslenskir kórar á höfuðborgarsvæðinu.

Jólatónleikar í Samúels kirkjunni, Kaupmannahöfn.

Hinir árlegu jólatónleikar Kvennakórsins voru haldnir í Kildevæld kirkjunni.

Mars

Guðþjónusta, hjá íslenska söfnuðinum í Skt. Pauls kirkju

Apríl

Það gekk svo vel með fyrsta “þema kvöldið” að við slógum aftur til með þemanu: Vorið – í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta. Við fengum Böðvar Guðmundsson rithöfund og Sigrúnu Davíðsdóttur blaðamann í liðs við okkur.

Maí

Vortónleikar í Blågårds kirkju, og Davids Kirke, Kaupmannahöfn

Júní

Nú vorum við tilbúnar til að taka Ísland með trompi! Við héldum gallvaskar í söngferðalag til Íslands 23-26 júní. Við héldum tvenna tónleika; í Selfosskirkju og í Seltjarnarneskirkju. Við sungum söngstjórann inn í hjónabandið og kvöddum hana tárvotar þar sem hún var að flytja til Íslands.

1997-1998


Ágúst

Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn stofnaður í ágústmánuði af Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópran söngkonu.

Desember

Jólatónleikar í Jónshúsi – Fyrstu opinberu tónleikarnir- bara fyrir fjölskyldur og bestu vini.

Janúar

Fyrsta “giggið” Skemmtidagskrá fyrir “Lions-club Vesterbro” Kaupmannahöfn.

Mars

Sungum í guðþjónustu íslenska safnaðarins í Skt. Pauls kirkju.

Apríl

Sungum í kvöldmessu íslenska safnaðarins á föstu í Skt. Pauls kirkju.

Maí

Fyrsta untanlandsferðin var yfir sundið, til Svíþjóðar. Tónleikar í Listasafninu í Lundi með íslenska Lundarkórnum.

Við lukum frábæru fyrsta starfsári Kvennakórsins með glans með okkar fyrstu vortónleikum okkar í Davids kirkju.