Um kórinn

Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn er undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur (Siggu), cand phil. í tónlist frá Álaborgarháskóla.

Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn eða “Kvennakórinn” eins og við getum leyft okkur að kalla okkur hér í Danmörku, var stofnsettur árið 1997 af Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópran, til að fullnægja mikilli söngþörf íslenskra kvenna á Kaupmannahafnarsvæðinu. Kvennakórinn, er áhugamannakór. Við erum að jafnaði um það bil 20-30 konur í kórnum. Við erum allar á okkar eigin besta aldri, frá um 20 ára til rúmlega 50 ára++, og erum nemendur, iðju-, sjúkra-, hjúkrunar-, hárgreiðslu-, bókasafns-, tal- og verkfræðingar, vísindakona, leikfimikennari, smiður o.fl.. Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn er meðlimur að Musikaftenskolen MUA svo við greiðum fyrir þátttöku í Kvennakórnum með kórgjaldi.

Það er óhætt að segja að við höfum óskaplega gaman af því að syngja saman og erum mjög metnaðarfullar með okkar söng. Við æfum að jafnaði einu sinni í viku í Húsi Jóns Sigurðssonar, Jónshúsi. Söngdagskrá kórsins er mjög fjölbreytt. Þar kveður af lögum frá ýmsum löndum og ýmsum tímabilum, þar á meðal klassískri tónlist, madrígölum, þjóðlögum og trúarlegri tónlist.

Við í Kvennakórnum viljum helst af öllu syngja fyrir fólk og höfum fast á dagskránni jóla- og vortónleikaog höfum oft verið í samstarfi við bókmenntaklúbbinn Thor með söng og bókmenntakvöld. Við tökum einnig reglulega þátt í aðventukvöldum íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn og syngjum árlega með færeyskum og grænlenskum kórum sem starfa einnig hér í Kaupmannahöfn. Við í Kvennakórnum reynum að taka þátt í kóramótum íslenskra kóra erlendis. Það fyrsta sem við tókum þátt í var haldið í Lundi árið 2001 og síðan í London í árið 2003. Smellið inn á Sögu kórsins til að sjá nánar hvað við höfum verið að gera og inn á Á döfinni til að sjá hvað er framundan.